25. apríl 2025

Dacia Bigster frumsýndur 26. apríl

Við frumsýnum glænýjan Dacia Bigster á morgun, laugardaginn 26. apríl, milli kl. 12 og 16 í sýningarsal BL, Sævarhöfða 2.

Bigster er nýr og rúmgóður fjórhjóladrifinn fjölskyldujeppi – sá stærsti sem Dacia hefur boðið upp á hingað til. Með sínum skörpu útlínum, rúmgóðu farþegarými og 21,9 cm veghæð, býður Bigster upp á þægindi bæði innanbæjar og utan alfaraleiða.
Hann sameinar praktíska hönnun og ævintýragetu á einstakan hátt.

Nánari upplýsingar um Bigster má finna hér.

Komdu og kynntu þér Dacia Bigster – við tökum vel á móti þér! 🚙