1. apríl 2025

Sailun sumardekk á topplista Auto Bild

Sailun náði frábærum árangri í nýjustu könnun þýska bílablaðsins Auto Bild

Vorið nálgast og tími sumardekkja er á næsta leiti. Að því tilefni viljum við beina athygli á frábærum árangri Sailun í nýjustu dekkjakönnun þýska bílablaðsins Auto Bild.

Í yfirgripsmikilli prófun þar sem meira en 250 gerðir sumardekkja voru metnar, náði Sailun Atrezzo ZSR2-dekkið inn á topp tíu. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ára sögu blaðsins sem kínverskur framleiðandi nær slíkum árangri. Dekkið sem er í stærð 225/40 R18, hafnaði í tíunda sæti.

Auto Bild hrósar Sailun sérstaklega fyrir gott öryggi, stutta hemlunarvegalengd, eiginleika að ryðja vel frá sér vatni. Auk þess er dekkið hljóðlátt og veitir nákvæma svörun í akstri. Þá er Atrezzo ZSR2 einnig ódýrast af þeim tíu dekkjum sem komust í lokaúrtakið.

Efst á listanum voru GoodYear Eagle F1 Asymmetric 6 og Michelin Pilot Sport 5, en Bridgestone, Continental, Hankook og Kumho skipuðu næstu sæti.

Sailun sannar hér að frábær gæði þurfa ekki að kosta mikið og nú er rétti tíminn til að huga að dekkskiptum fyrir sumarið.

Þú getur lesið nánar um Sailun á vef Mítra