Eiginleikar og helstu aðgerðir
Eiginleikar og helstu aðgerðir
Fjöldinn allur af bílum hjá BL bjóða þér að tengja snjallsímann við bílinn. Þá getur þú notað öppin þín í akstri með sérstöku viðmóti sem hannað er með einfaldleika, þægindi og öryggi í huga. Kort með rauntímaupplýsingum um umferðina auðvelda þér að skipulegga ferðalagið. Tónlist, skilaboð og fleira er við höndina meðan þú hefur augun á veginum.
Stjórnaðu með snertingu,
smelli eða röddinni
Stjórnaðu aðgerðum í símanum með röddinni, snertiskjánum eða stjórntökkum í stýrinu. Þú heldur augum og athygli á veginum og höndunum við stjórnvölin.
RADDSTÝRING
Þú virkjar raddstýringu með hnappi á stýrinu.
SNERTISKJÁR
Þú getur sjórnað viðmótinu á snertiskjá bílsins og nálgast öppin þín með einum smelli.
SNERTISKJÁR
Þú getur sjórnað viðmótinu á snertiskjá bílsins og nálgast öppin þín með einum smelli.
Apple Carplay™ og Android Auto™
Apple Carplay™ og Android Auto™
Apple CarPlay™ og Android Auto™ bjóða upp á öruggari og snjallari leiðir til að njóta þess sem þú kannt best að meta í símanum. Fáðu aðgang að tónlist og kortum, hringdu símtöl, sendu og taktu á móti skilaboðum – allt handfrjálst. Þú tengir einfaldlega símann og allt er klárt.
Athugaðu að þar sem engin stuðningur er veittur við Android Auto™ á Íslandi gæti þurft að sækja appið frá þriðja aðila.
Nissan Connect
Nissan Connect
NissanConnect tengir bílinn við snjallsímann þinn, spjaldtölvu eða tölvu svo þú getir alltaf verið í sambandi, sama hvar þú ert. NissanConnect er hlaðið eiginleikum og býður ört stækkandi lista snjallforrita sem hjálpa þér við að tengjast. Ökutæki búin NissanConnect eru með virka tveggja ára þjónustu frá kaupdegi ökutækisins. Kerfið virkar með Android og iOS tækjum.