Hvernig getum við
aðstoðað þig?
aðstoðað þig?
Raða eftir:
Nafni
Verði
Drægni
0 niðurstöður
Engar niðurstöður fundust.
Vinsamlegast prófaðu að breyta leitarskilyrðum og reyna aftur.
Rafbílar
Rafbílar
Rafbílar ganga eingöngu fyrir rafmagni og eru knúnir áfram af rafmagnsmótor. Rafbílar eru þægilegir og auðveldir í rekstri, menga lítið við notkun og hafa sannað áreiðanleika sinn við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Þeir eru ein besta leiðin til að ferðast milli staða með lágmarks mengun.
Tengiltvinnbílar - PHEV
Tengiltvinnbílar - PHEV
Þessar bifreiðar eru með stærri rafhlöður en tvinnbílar og hægt er að hlaða þá milli ferða. Þeir hafa allt að 60 km drægi á rafhlöðunni einni saman og nota því bensínvélina mun minna. Þeir henta vel þeim sem aka 25 til 50 kílómetra daglega. Tengiltvinnbílar bjóða margir upp á stillingu sem nýtir rafhlöðuna einungis til innanbæjaraksturs.
- Stærri rafmótor aðstoðar við að knýja bílinn
- Lengri akstursvegalengd án þess að nota bensín
- Mjög hentugt fyrsta skref í notkun nýrra orkugjafa
Tvinnbílar
Tvinnbílar
Tvinnbílar nýta bæði rafmagns- og bensínmótor til að knýja bifreiðina. Þeir henta þeim vel sem aka oftast stuttar vegalengdir í senn og fara stöku sinnum í lengri ferðir. Tvinnbílar nýta bensínmótorinn til hleðslu, ásamt því að hlaða rafhlöðuna við hemlun og þegar bílinn rennur áfram vegna þyngdaraflsins, t.d. niður brekkur. Tvinnbíla þarf ekki að hlaða.
- Mikill eldsneytissparnaður
- Minni útblástur
- Rafmagn er nýtt í erfiðustu vinnslu vélarinnar
Vetnibílar
Vetnibílar
Vetni er hreinn orkugjafi sem hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár. Það er framleitt á Íslandi og er mjög öruggt, hreint og býður upp á mikla möguleika. Kostnaður við vetni lækkar ár frá ári og vitund almennings um möguleika þess eykst stöðugt. Vetnisbifreiðar eru mun hagkvæmari en bílar sem knúnir eru með jarðefnaeldsneyti.
- Vetnisbifreiðar eru með þeim hagkvæmustu
- Vetni er framleitt hérlendis og auðvelt er að fylla á tankinn
- Meira drægi á hreinni orku
Spurt og svarað
Spurt og svarað