Örugg sumarvinna
í líflegu starfsumhverfi með aðgang að mötuneyti og öðrum þeim kostum sem starfsmenn BL hafa aðgang að.
Allur beinn námskostnaður greiddur
BL greiðir allan beinan námskostnað viðkomandi nemanda svo sem bækur, ritföng, skólatösku og annað sem á beinan hátt tengist náminu yfir allan námstímann.
Aðstoð frá mentor
BL úthlutar nemandanum „starfsfóstra“ sem sinnir reglulegum samskiptum við nemanda, foreldra nemanda og kennara eftir atvikum. Starfsfóstri tengir nemanda inn til BL þegar kemur að sumarvinnu auk þess sem hann lætur sig varða námsframvindu viðkomandi nemanda.
Námssamningur
BL býður þeim nemendum sem standast kröfur BL námssamning vegna vinnustaðanáms sem er nauðsynlegur fyrir þá sem taka sveinspróf.
Spennandi nám og skemmtilegt starf
Spennandi nám og skemmtilegt starf
Það hefur alltaf veríð skemmtilegt að vinna við bíla. Ad skilja hvernig einstakir hlutar þeirra vinna saman að því að skíla orku út (hjólin og láta þau snúast með sem áhrifaríkustum hætti.
Bíliðngreinin er á spennandi tímamótum þar sem ný tækni og nýir orkugjafar bætast við og breyta grundvallarbyggingu farartækjanna sem keyra samfélagið áfram að stórum hluta.
Bíliðngreinin er á spennandi tímamótum þar sem ný tækni og nýir orkugjafar bætast við og breyta grundvallarbyggingu farartækjanna sem keyra samfélagið áfram að stórum hluta.
Sæktu um starfsnám hjá BL
Sæktu um starfsnám hjá BL
Málningar- og Réttingaverkstæði
Málningar- og Réttingaverkstæði
Þeir sem hyggja á nám í bílamálun eða bifreiðasmíði
(réttingum) hafa alla sömu möguleika til símenntunar og
þeir sem vinna við almennar viðgerðir. Nemum eru tryggð
tækifæri til að öðlast færni í öllum þáttum iðnnámsins
eins og iðngreinaskólinn (Borgarholtsskóli) gerir ráð fyrir
samkvæmt námsskrá.
Nýjasta nýtt! Ál og koltrefjar
Nýjasta nýtt! Ál og koltrefjar
Starfsmenn í bílamálun og bifreiðasmíði hafa ekki farið
varhluta af breytingum í bílgreininni. Ný efni og aðferðir
eru dagleg viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að BMW
hefur tileinkað sér notkun koltrefja í sína nýjustu bíla og
Land Rover er leiðandi framleiðandi í notkun áls í bíla
sína og var t.a.m. fyrsti bílaframleiðandi heims með
burðarvirki úr áli líkt og tíðkast hefur við smíði flugvéla.
Starfsmenn þessara deilda fá því tækifæri til að takast á
við það allra nýjasta.
Rafbílar og
framtíðarstörf
Rafbílar og
framtíðarstörf
framtíðarstörf
Rafbílar eru framtíðin. Störf sem tengjast rafbílum eru því sannarlega framtíðarstörf.
BL hefur haslað sér völl sem eitt stærsta og öflugasta rafbílaumboð landsins og var fyrst
bílaumboða til að koma sér upp fullkomnu verkstæði fyrir rafbíla.
Vertu í stuði þegar tækifærið kemur
Vertu í stuði þegar tækifærið kemur
Þrátt fyrir að rafbílar séu í dag aðeins lítill hluti markaðarins er ljóst að rafbílatækninni mun fleygja hratt fram
og sala þeirra aukast til muna áður en langt um líður. Ef þig langar að taka þátt í að móta framtíðina og vera
þátttakandi í bylgju nýjunga í bílgreininni skaltu hoppa um borð og vera í stuði þegar tækifærin gefast.
Viltu vita meira?
Viltu vita meira?