Neyðar-þjónusta

Neyðarþjónustu utan hefðbundins opnunatíma er sinnt af starfsmönnum á bakvakt frá varahlutaverslun og verkstæði eftir því sem við á.

    Kostnaður við neyðarútkall

    Athugið að neyðarútkall fyrir opnun varahlutaverslunar eða útkall viðgerðamanns af verkstæði kostar að lágmarki 25.000 kr.

    VERKSTÆÐI

    Þar sem um neyðarþjónustu er að ræða, er ekki hægt að lofa fullri verkstæðisþjónustu. Fyrsta verk er yfirleitt að greina eðli vandans og er það gjarna gert símleiðis. Næstu skref eru síðan tekin í samráði við þann sem eftir þjónustunni leitar. Ef bilunin reynist umfangsmikil stendur viðskiptavinum til boða að fá bílaleigubíl á hagstæðum kjörum frá bílaleigu BL. (Athugið að ekki er hægt að kalla út viðgerðamann frá verkstæði frá kl. 22:00 til kl. 08:00)
    Nissan vegaaðstoð
    Öllum eigendum Nissan bíla sem eru í ábyrgð stendur til boða 24 tíma vegaaðstoð, 365 daga á ári. Nissan vegaaðstoðin er viðbót við hefðbundna ábyrgðarskilmála og er eigandanum að kostnaðarlausu.
    Símanúmer Nissan vegaaðstoðarinnar er
    Hyundai vegaaðstoð
    Öllum eigendum Hyundai bíla sem nýskráðir eru eftir 1. janúar 2012 stendur til boða 24 tíma vegaaðstoð, 365 daga á ári. Hyundai vegaaðstoðin er viðbót við hefðbundna ábyrgðarskilmála og er eigandanum að kostnaðarlausu.
    Símanúmer Hyundai vegaaðstoðarinnar er